Útilokar ekki verðbólgumarkmið

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, útilokar ekki að Seðlabankinn muni halda sig við verðbólgumarkmið þegar það versta í efnahagskreppunni er afstaðið. Hann segir þó framkvæmdina þurfa að vera með öðrum áherslum en tíðkaðist fram að fjármálahruninu. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra á fundi Viðskiptaráðs sem nú stendur yfir.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að þegar ástandið í efnahagskerfi landsins fer að batna þurfi að svara spurningum hver framtíðarskipan peningamálastefnunnar eigi að vera. Þetta kom fram í ræðu hans á morgunfundi Viðskiptaráðs áðan. Már segir að aðild að myntbandalagi komi til grein rétt eins og áframhaldandi verðbólgumarkmið. Verði síðarnefnda leiðin valin þurfi framkvæmdin að vera með öðrum hætti en fram að bankahruninu. Stjórnvöld þurfi að styðja betur við bakið á Seðlabankanum til þess að ná fram verðbólgumarkmiðunum og öflugur þurfi gjaldeyrisforði þurfi að vera til staðar þannig að hægt sé að beita inngripum. Már kallaði þessa leið “verðbólgumarkmið plús” og stendur plúsinn þá væntanlega fyrir virk inngrip á gjaldeyrismarkaði. Sem kunnugt er þá felur hefðbundin verðbólgumarkmið seðlabanka það í sér að þeir skeyta engu um gengisþróun gjaldmiðils við framkvæmd peningamálastefnunnar.

 Már sagði ennfremur á fundinum að sú peningamálastefna sem var rekin hér á landi upp úr aldamótum hafi verið besti kosturinn sem hafi verið í boði. Hún var þó ekki án galla og að Seðlabankinn hefði þurft að byggja upp meiri gjaldeyrisforða en það hefði þurft hærri vexti og sennilega leitt til þess að verðbólgan hefði þurft að verða enn minni.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri Ragnar Axelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK