Fleiri bresk sveitarfélög tapa á íslensku bönkunum

Mörg bresk sveitarfélög lögðu fé inn á reikningana Kaupthing Edge …
Mörg bresk sveitarfélög lögðu fé inn á reikningana Kaupthing Edge og Icesave.

Sveitarfélagið Norðaustur-Lincolnshire í Bretlandi hefur til viðbótar fengið 315 þúsund pund, jafnvirði um 65 milljóna króna, til baka af fjárfestingum sínum í Kaupþingi Singer og Friedlander. Hefur NA-Lincolnshire þá endurheimt 1,2 milljónir punda af 4,5 milljón punda innlögn í Kaupþing.

Frá þessu greinir í blaðinu Grimsby Telegraph í dag. Þar kemur fram að sveitarfélagið hafi alls lagt um sjö milljónir punda inn á reikninga Kaupþings og Landsbankans, jafnvirði um 1,4 milljarða króna. Sem fyrr segir fóru 4,5 milljónir punda í Kaupþing en inn á reikninga Landbankans fóru 2,5 milljónir punda.

Segir blaðið að NA-Lincolnshire hafi lagt stórar fjárhæðir í íslensku bankana skömmu áður en þeir hrundu fyrir um ári, þrátt fyrir aðvaranir fjármálasérfræðinga þar um. Er von á þessum 315 þúsund pundum frá Kaupþingi í næsta mánuði. Ekki liggur fyrir hve mikið kemur til baka úr Landsbankanum en sveitarfélagið gerir sér vonir um 90% endurheimtur. Búist er við að allt að tvær milljónir punda séu tapaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK