Gert er ráð fyrir því að frumvarp til laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki verði að lögum fyrir áramót. Kom þetta fram í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á hátækni- og sprotaþingi i gær.
Markmið laganna er að bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja og efla rannsóknar- og þróunarstarf. Verður það gert m.a. með því að veita nýsköpunarfyrirtækjum rétt til skattafrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni og hins vegar með því að hvetja til fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum með skattaívilnunum.
Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.