Sprotafrumvarp væntanlegt

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á sprotaþingi í gær.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á sprotaþingi í gær. Heiðar Kristjánsson

Gert er ráð fyrir því að frumvarp til laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki verði að lögum fyrir áramót. Kom þetta fram í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á hátækni- og sprotaþingi i gær.

Markmið laganna er að bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja og efla rannsóknar- og þróunarstarf. Verður það gert m.a. með því að veita nýsköpunarfyrirtækjum rétt til skattafrádráttar  vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni og hins vegar með því að hvetja til fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum með skattaívilnunum.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Meðal gesta á sprotaþingi voru Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, Össur SKarphéðinsson …
Meðal gesta á sprotaþingi voru Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, Össur SKarphéðinsson utanrikisráherra og Hilmar V. Pétursson, forstjóri CCP. Heiðar Kristjánsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK