Atvinnuleysi mældist 8,6% í ríkjum OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, í september. Er það jafn hátt hlutfall og í ágústmánuði en 2,3% meira en fyrir ári síðan. Á evrusvæðinu mældist atvinnuleysið að meðaltali 9,7%, 0,1% meira en í ágúst og 2% meira en í september í fyrra. Skráð atvinnuleysi á Íslandi í september var 7,2%.
Líkt og oft áður þá mælist atvinnuleysið mest á Spáni í ríkjum OECD eða 19%. Á Írlandi er það 13% og 12% í Slóvakíu. Holland og Suður-Kórea skera sig hins vegar úr hvað varðar lítið atvinnuleysi en þar mælist það 3,6%. Í Austurríki er það 4,8% og 5,3% í Japan.