Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, hringdi bjöllu á Nasdaq markaðnum í kauphöllinni á Wall Street í kvöld til marks um að viðskiptum dagsins væri lokið. Hlutabréf hækkuðu umtalsvert í verði á Wall Street í kvöld. Þannig hækkaði Dow Jones hlutabréfavísitalan um 2,04% og er 10.227 stig. Nasdaq vísitalan hækkaði um 1,94% og er 2153 stig.
Gengi hlutabréfa deCODE breyttist ekki í dag og er áfram 30 sent.
Bjartsýni jókst í röðum miðlara eftir að G20 ríkin ákváðu um helgina að halda áfram aðgerðum til að örva efnahagslífið.
Kauphöllin í Reykjavík er í eigu Nasdaq OMX. Jóni var boðið að hringja lokabjöllunni í tilefni af því að áratugur er liðinn frá því bréf Össurar voru skráð í Kauphöll Íslands.