Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu 506 milljörðum króna í lok október samanborið við 489 milljarða króna í lok september 2009. Erlendar skuldir Seðlabanka Íslands voru 260 milljarðar í lok októtber en voru 274 milljarðar í lok september.
Skuld við AGS jókst um 22 milljarða á milli mánaða
Skuld við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn jókst um 22 milljarða króna á milli september og október 2009 og er skýringin sú að þann 28. okt. 2009 samþykkti framkvæmdastjórn sjóðsins fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda.