Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hefur staðfest við Morgunblaðið það sem fram hefur komið í fréttum í dag að Nýja Kaupþing hafi tilkynnt eftirlitinu um samruna bankans við 1998, eignarhaldsfélag Haga. Tilkynningin barst seint í október en samkvæmt lögum verður að tilkynna um slíkan samruna eigi síðar en viku eftir að samningar nást.
Ekki fengust upplýsingar úr Samkeppniseftirlitinu hvernig eignarhald 1998 muni skiptast á milli Nýja Kaupþings og Jóns Ásgeir og fjölskyldu eftir samrunan. Þau síðarnefndu hafa farið með yfirráð yfir félaginu frá stofnun þess í fyrra en það var sett á laggirnar í fyrra í þeim tilgangi að kaupa Haga út úr Baugi með lánsfé frá Kaupþing.