Kaupþing tilkynnti um samruna við 1998 seint í október

Bónus er hluti af Högum
Bónus er hluti af Högum mbl.is/Golli

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hefur staðfest við Morgunblaðið það sem fram hefur komið í fréttum í dag að Nýja Kaupþing hafi tilkynnt eftirlitinu um samruna bankans við 1998, eignarhaldsfélag Haga. Tilkynningin barst seint í október en samkvæmt lögum verður að tilkynna um slíkan samruna eigi síðar en viku eftir að samningar nást.

Ekki fengust upplýsingar úr Samkeppniseftirlitinu hvernig eignarhald 1998 muni skiptast á milli Nýja Kaupþings og Jóns Ásgeir og fjölskyldu eftir samrunan. Þau síðarnefndu  hafa farið með yfirráð yfir félaginu frá stofnun þess í fyrra en það var sett á laggirnar í fyrra í þeim tilgangi að kaupa Haga út úr Baugi með lánsfé frá Kaupþing. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK