Verð á hráolíu lækkaði á ný í viðskiptum í Asíu í morgun eftir að ljóst var að litlar líkur væru á því að fellibylurinn Ida myndi valda usla á olíuhreinsistöðvum í Mexíkóflóa. Verð á hráolíu til afhendingar í desember lækkaði um 39 sent í 79,04 dali tunnan í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York.
Verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í desember lækkaði um 27 sent og er 77,50 dalir tunnan í rafrænum viðskiptum í Lundúnum.