Aukinn hagnaður hjá Wal-Mart

Wal-Mart er stærsta smásölukeðja heims.
Wal-Mart er stærsta smásölukeðja heims. AP

Hagnaður bandarísku smásölukeðjunnar Wal-Mart jókst um 3,2% á þriðja ársfjórðungi. Nam hagnaður keðjunnar 3,23 milljörðum Bandaríkjadala, 404 milljörðum króna, á tímabilinu en á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 3,1 milljarði dala. Er afkoma Wal-Mart, sem er stærsta smásölukeðja í heimi, betri en sérfræðingar höfðu spáð.

Námu tekjur samstæðunnar 98,7 milljörðum dala en á fyrstu níu mánuðum ársins námu þær 292,2 milljörðum dala. Hagnaður á fyrstu níu mánuðum rekstrarársins var 10,04 milljarðar dala samanborið við 9,97 milljarða dala á sama tímabili í fyrra.

Sjá nánar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK