Bankakerfið of stórt

Már Guðmundsson.
Már Guðmundsson. mbl.is/Kristinn

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir í viðtali við Viðskiptablaðið í dag, að íslenska bankakerfið sé enn of stórt þar sem það miðist   fyrst og fremst við innlendar þarfir.  Næsta skref verði að vinda ofan af því.

Þá segir Már að þessu bankakerfi verði ekki leyft að fara í mjög áhættusama starfsemi út fyrir landamærin eins og því síðasta, hvort sem það sé í gegnum eigendastrúktúr eða sérstakar reglugerðir ef með þurfi.

„Við höfum enga burði til að verja slíkt og við eigum ekki að verja okkar fjármunum í það,“ segir Már, sem spáir því að það muni draga úr bankastarfsemi yfir landamæri. „Við megum ekki hleypa íslensku bönkunum aftur út eins og við gerðum. Ef það er vilji til þess þá þurfum við áður að verða hluti af evrusvæðinu. Það er lykilatriði til að eiga aðgang að Seðlabanka Evrópu sem bakhjarli. Annars verðum við að sætta okkur við að það eru takmarkanir á því sem bankarnir geta gert. Það kann hins vegar að vera í lagi. Það er ekkert úrslitaatriði að hér sé ekki alþjóðleg fjármálamiðstöð."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK