Greinilegt er af þróuninni á skuldabréfamörkuðum undanfarið að verðbólguvæntingar meðal fjárfesta fara vaxandi.
Þannig hafa þeir fært sig í auknum mæli yfir í verðtryggð skuldabréf og hefur verð þeirra samkvæmt skuldabréfavísitölu Gamma, sem er reiknuð út af GAM Management, hækkað um tæp 3% síðasta mánuð.
Á sama tíma hefur verð óverðtryggðra skuldabréfa hækkað um tæplega 0,95% samkvæmt sömu vísitölu.
Nánar er fjallað um þetta í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.