Danmerkurmeistari í gjaldþrotum

Sami einstaklingur hefur tengst gjaldþrotum 97 fyrirtækja á undanförnum þremur árum. Flest tengjast þessi fyrirtæki ferðaþjónustu, að því er kemur fram í rannsókn fyrirtækisins Greens Erhvervsinformation. Segir Greens að þetta hljóti að vera óformlegt Danmerkurmet.

Greens hefur rannsakað 42 þúsund og 59.000 fyrirtækjagjaldþrot og komist að þeirri niðurtöðu að tíu einstaklingar tengist samtals 271 gjaldþroti. 

„Það eru hinir fáu sem eyðileggja fyrir hinum mörgu. Þegar sama nafnið birtist æ ofan í æ á lista yfir gjaldþrota fyrirtæki hljóta menn að spyrja sig hvort ekki þurfi að setja lög á þessu sviði," segir   Bo Rasmussen, framkvæmdastjóri Greens Erhvervsinformation, í tilkynningu sem Jótlandspósturinn vitnar til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK