Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í dag enda kom í ljós í gær að bensínbirgðir í Bandaríkjunum voru mun meiri heldur en spáð hafi verið. Jafnframt eru fleiri merki um að efnahagsbatinn sé ekki eins mikill og sumir vilja vera að láta.
Verð á hráolíu til afhendingar í desember lækkaði um 59 sent á NYMEX markaðnum í New York í kvöld og var lokaverð hennar 76,35 dalir tunnan.
Í Lundúnum lækkaði Brent Norðursjávarolía um 47 sent og er lokaverð hennar 75,55 dalir tunnan.