Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar

Olíuleiðslur
Olíuleiðslur Reuters

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í dag enda kom í ljós í gær að bensínbirgðir í Bandaríkjunum voru mun meiri heldur en spáð hafi verið. Jafnframt eru fleiri merki um að efnahagsbatinn sé ekki eins mikill og sumir vilja vera að láta.

Verð á hráolíu til afhendingar í desember lækkaði um 59 sent á NYMEX markaðnum í New York í kvöld og var lokaverð hennar 76,35 dalir tunnan.

Í Lundúnum lækkaði Brent Norðursjávarolía um 47 sent og er lokaverð hennar 75,55 dalir tunnan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK