Alls var 51 kaupsamningi þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 6. nóvember til og með 12. nóvember. Þar af voru tuttugu fasteignir seldar í Kópavogi en að meðaltali hafa selst tíu fasteignir í Kópavogi á viku undanfarnar tólf vikur. Heildarveltan var 1.625 milljónir króna á höfuðborgarsvæðinu og meðalupphæð á samning 31,9 milljónir króna. Þar af voru 36 samningar um eignir í fjölbýli, 12 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá Íslands.
Á sama tíma var 3 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þeir voru allir samningar um eignir í fjölbýli. Heildarveltan var 36 milljónir króna og meðalupphæð á samning 11,9 milljónir króna.
Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli og 2 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 61 milljón króna og meðalupphæð á samning 15,3 milljónir króna.
Á sama tíma var 5 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 3 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 94 milljónir króna og meðalupphæð á samning 18,9 milljónir króna.