Útilokar aðra efnahagslægð

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Reuters

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, útilokar það að líkur séu á því að önnur efnahagslægð ríði yfir Bandaríkin á næstunni. Var Strauss-Kahn spurður að því hvort hann teldi líkur á öðru samdráttarskeiði í Bandaríkjunum þegar stjórnvöld hætta að veita fyrirtækjum aðstoð á næsta ári, var svarið einfalt: nei.

Srauss-Kahn bætti síðan við að auðvitað væri ákveðin hætta fyrir hendi en hann teldi að það myndi ekki gerast. Þetta kom fram í máli framkvæmdastjórans á fundi Asíuríkja í Singapúr í morgun.

Hann segir að útlit sé fyrir að efnahagsbatinn sé á næsta leyti. Að öllum líkindum verður almennt hagvöxtur í heiminum á árunum 2010 og 2011 en kannski minni heldur en var fyrir kreppu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK