Fyrrum starfmaður UBS sektaður

Þau verða sífellt fleiri rauðu ljósins sem UBS bankinn stendur …
Þau verða sífellt fleiri rauðu ljósins sem UBS bankinn stendur frammi fyrir Reuters

Fyrrum starfsmaður svissneska bankans UBS hefur verið sektaður um 35 þúsund pund, 7,3 milljónir króna, af breska fjármálaeftirlitinu (FSA) fyrir hlut sinn í ólöglegum átta milljón punda viðskiptum fyrir bankann.

Andrew Cumming, fyrrum ráðgjafi viðskiptavina UBS í Lundúnum, aðstoðaði við að falsa gögn um lán sem voru notuð til að hylja aukið tap af viðskiptum sem ekki var heimild fyrir.

Viðskiptavinum sem áttu þá sjóði sem Cummings gekk í ásamt félögum sínum var sagt að þeir væru að lána öðrum viðskiptavinum UBS og að þeir fengju háa vexti af láninu. Til þess að lánin yrðu sýnileg þá notuðu starfsmenn pappíra bankans og létu eins og lánið væri tryggt af bankanum.

Í frétt á vef Times kemur fram að FSA teldi að Cumming hefði komið a slíkum svikum í sjö skipti á tveggja ára tímabili, allt til októbermánaðar 2007. Auk þess að þurfa að greiða sektina þá má Cumming ekki koma nálægt verðbréfaviðskiptum næstu fimm árin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK