Hærri skattar fækka ferðamönnum

Leifsstöð.
Leifsstöð. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Rekstur Icelandair Group hefur að mestu gengið vel það sem af er ári, að sögn Boga Nils Bogasonar, framkvæmdastjóra fjármála fyrirtækisins.

„Heildarvelta á þriðja ársfjórðungi jókst um tæpan þriðjung frá sama tímabili í fyrra og hagnaður fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir jókst úr 6,2 milljörðum í 8,4 milljarða.“ Þakkar Bogi árangurinn m.a. hagræðingaraðgerðum, sem farið var í vorið 2008, og einnig auknu markaðsstarfi erlendis.

Segir hann að fyrirtækið hafi stokkið á tækifæri eins og flug til Seattle, sem hófst í júlí. „Það flug skilar um fimm milljörðum í veltu á ársgrundvelli og umtalsverðum gjaldeyristekjum og skapar um hundrað störf hjá fyrirtækinu.“

Viðurkennir hann hins vegar að efnahagsreikningur Icelandair Group sé veikur og hafi verið allt frá árinu 2006. „Unnið er að endurskipulagningu hans. Sem dæmi má nefna að hlutfall skammtímaskulda er of hátt og erum við að vinna að því að laga það í samstarfi við okkar banka.“

Segist Bogi hins vegar hafa af því áhyggjur að hugmyndir ríkisstjórnarinnar um skatta á flugvélaeldsneyti og komur farþega á Keflavíkurflugvelli geti sett strik í reikninginn. „Hollendingar gerðu tilraun með að setja á sérstaka skatta á komu- og brottfararfarþega í júlí 2008. Reynsla þeirra var að komufarþegum fækkaði umtalsvert og að í stað þess að afla ríkinu 300 milljóna evra hafi það kostað hagkerfið 1,3 milljarða evra.“ Segir hann jafnframt að eldsneytisskattur muni hafa mikil áhrif á reksturinn.

„Reynsla okkar er sú að fyrir hvert prósentustig sem miðaverð hækkar þá fækkar farþegum um eitt prósent. Metum við stöðuna svo að verði þær hugmyndir um skattahækkanir, sem við höfum heyrt af, að veruleika muni farþegum til landsins fækka um tvö prósent, eða um 10.000, og gjaldeyristekjur þjóðarinnar dragast saman um þrjá milljarða.

Umsvifin í hagkerfinu muni því minnka með tilheyrandi lækkun skatttekna. „Það er verið að henda krónunni og hirða aurinn ef þessi aðgerð verður að veruleika. Það gera sér allir grein fyrir því að auka þarf tekjur ríkissjóðs en það eru til fleiri aðferðir en að hækka gjöld, t.d. geta ferðaþjónustan og hið opinbera unnið sameiginlega að því að stækka þá auðlind sem erlendir ferðamenn eru því það mun bæði auka gjaldeyris- og skatttekjur okkar þjóðarbús.“

Þota Icelandair yfir Reykjavík.
Þota Icelandair yfir Reykjavík. Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka