Magma Energy tapaði 2,7 milljónum dala

Magma Energy stefnir að því að eignast 43% í HS …
Magma Energy stefnir að því að eignast 43% í HS Orku mbl.is/Ómar Óskarsson

Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy Corp, sem meðal annars á hlut í HS Orku, tapaði tæplega 2,7 milljónum Bandaríkjadala, 338 milljónum króna, eða einu senti á hlut á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins, júlí-september. Á sama tímabili í fyrra nam tap félagsins 829.860 dölum.  


Tekjur af orkusölu námu rúmlega einni milljón dala í fjórðungnum. Í fyrra var félagið ekki með neinar rekstrartekjur.

Ross Beaty, stjórnarformaður og forstjóri Magma, segir á vefnum Oilweek að Magma hafi vaxið hratt á síðasta ársfjórðungi með yfirtökum á Íslandi, Nevada og Suður-Ameríku. Auk þess sem fyrirtækið hafi staðið fyrir hlutabréfaútboði. Alls söfnuðust 88 milljónir dala í útboðinu.

Haft er eftir Beaty að samningar félagsins á Íslandi muni skila félaginu 43% eignarhlut í stærsta jarðvarmafyrirtækinu í einkaeigu á Íslandi. 

Sjá fréttina í heild

Ross Beaty, forstjóri Magma Energy
Ross Beaty, forstjóri Magma Energy
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK