Þrátt fyrir að ekki séu miklar væntingar um marga stórsamninga á flugsýningunni sem hófst í dag í Dubai þá er þegar búið að tilkynna um einn slíkan. Eþíópska flugfélagið gekk frá samningi við Airbus um að kaupa tólf A350 þotur en þær eru alls metnar á um þrjá milljarða Bandaríkjadala samkvæmt listaverði.
Fyrstu vélarnar af þessari tegund sem um ræðir, A350 XWB (Extra Wide Body), að sögn Tom Enders, forstjóra Airbus sem skrifaði undir samninginn ásamt Girma Wake hjá Ethiopian Airlines.
Flugsýningin í Dubai stendur yfir í fimm daga og taka um 900 sýnendur frá um fimmtíu löndum þátt.