Þýskaland þarf tvö ár í viðbót

Guido Westerwelle og Rainer Brüderle
Guido Westerwelle og Rainer Brüderle Reuters

Rainer Brüderle, ráðherra efnahagsmála í Þýskalandi, telur að efnahagsástandið í Þýskalandi verði ekki komið í sitt fyrra horf fyrr en eftir tvö ár. Á föstudag var greint frá því að Þýskaland, stærsta hagkerfi Evrópu, væri að rétta úr kútnum á ný eftir versta samdráttarskeið síðustu sex áratugina.

„2010 verður ekki auðvelt ár. Ég óttast að fjöldi atvinnulausra muni hækka umtalsvert," segir Brüderle í viðtali við þýska blaðið Bild am Sonntag. Hann segir að til þess að ná aftur sama stigi og árið 2008 þurfi að bíða í tvö ár hið minnsta. 


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK