1273 milljarða forgangskröfur

Forgangskröfur í þrotabú Landsbankans námu samtals 1273,5 milljörðum króna en alls bárust 12.053 kröfur í bú bankans. Um helmingur allra krafna bárust tvo síðustu daga áður en kröfulýsingafrestur rann út.

Stærstu kröfurnar eru frá stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi vegna 350.000 innistæðueigenda Icesave-reikninga í þessum löndum.

Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú gamla Landsbankans rann út um síðustu mánaðamót. Fundur með kröfuhöfum bankans verður haldinn í næstu viku en í dag var kröfuskráin birt á lokuðu vefsvæði, sem kröfuhafar bankans hafa aðgang að.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK