Forgangskröfur í þrotabú Landsbankans námu samtals 1273,5 milljörðum króna en alls bárust 12.053 kröfur í bú bankans. Um helmingur allra krafna bárust tvo síðustu daga áður en kröfulýsingafrestur rann út.
Stærstu kröfurnar eru frá stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi vegna 350.000 innistæðueigenda Icesave-reikninga í þessum löndum.
Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú gamla
Landsbankans rann út um síðustu mánaðamót. Fundur með
kröfuhöfum bankans verður haldinn í næstu viku en í dag var kröfuskráin birt á lokuðu vefsvæði, sem kröfuhafar bankans hafa aðgang að.