Afkoma norska hugbúnaðarframleiðandans Opera stóð ekki undir væntingum á þriðja fjórðungi ársins. Veltan nam 135 milljónum norskra króna, jafnvirði 3 milljarða íslenskra króna en sérfræðingar höfðu spáð 162 milljóna króna veltu. Þá var 5 milljóna norskra króna tap eftir skatta á rekstrinum.
Í tilkynningu frá Opera, sem norskir miðlar vitna til, segir að afkoman hafi valdið vonbrigðum. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2005 sem tekjur Opera minnka milli ársfjórðunga en mikill vöxtur hefur einkennt fyrirtækið síðustu misserin.
Íslendingurinn Jón Stephensson von Tetzchner stofnaði og stýrir Opera. Á síðasta ári jókst velta félagsins um 58% milli ára, hagnaður félagsins á árinu na, 90 milljónum norskra króna og áttfaldaðist frá fyrra ári. Bréf Opera eru skráð í kauphöllinni í Ósló.