Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, ítrekaði þá skoðun sína í dag að styrking júans myndi styðja við bakið á kínversku efnahagslífi. Er þrýstingur á kínversk stjórnvöld um að styrkja gengi júansins.
Strauss-Kahn sagði á fjármálaráðstefnu í Kína í dag að þarlend stjórnvöld gætu aukið hlut einkageirans og að styrking gjaldmiðilsins væri hluti af nauðsynlegum aðgerðum.
Það myndi hjálpa heimilunum, auka hlut starfsmanna í teljum fyrirtækja og um leið auka fjárfestingar. Með aukinni innlendri eftirspurn á sama tíma og Bandaríkjamenn draga úr neyslu myndi hjálpa til við að rétta úr eftirspurn í heiminum og búa til heilbrigðara heimshagkerfi.
Strauss-Kahn, sem er í tveggja daga heimsókn í Kína, í tengslum við heimsókn Baracks Obama, Bandaríkjaforsesta, kom svipuðum skilaboðum áleiðis til ríkja Asíu og Kyrrahafsstrandarinnar, á ráðstefnu APEC í Singapúr á föstudag.