Ungverjar afþakka lán

Bogdan Cristel

Ungverjar ætla ekki að þiggja næstu útborgun á láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og munu fresta því að þiggja frekari aðstoð frá Evrópusambandinu, að sögn Peter Oszko, fjármálaráðherra Ungverjalands.

Ungverjar áttu að fá greiddan út fjórða hluta lánsins í desember, um 792 milljónir evra, en AGS samþykkti lánsuppsókn Ungverja í nóvember í fyrra. Alls fékk Ungverjaland 20 milljarða evra lánsloforð frá AGS, Alþjóðabankanum og Evrópusambandinu.

Á vef AGS kemur fram að frá því lánið var samþykkt fyrir ári síðan hafi miklar framfarir átt sér stað í ríkisfjármálum Ungverjalands. Meðal annars hafi verið hægt að lækka stýrivexti þar en ríkið hafi tekið fullan þátt í þeim breytingum sem átt hafi sér stað í efnahagsmálum heimsins. Verðbólgumarkmiðum hafi verið náð, ríkið hafi sett peninga inn í bankana og lagaumhverfi bankanna hafi verið styrkt. 

Vegna efnahagsbatans á evru-svæðinu megi reikna með því að eftirspurn eftir vörum frá Ungverjalandi eigi eftir að aukast og því megi búast við því að hagvöxtur mælist á ný á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK