Dökkt útlit í Lettlandi

Kona á verslunargötu í Riga, höfuðborg Lettlands.
Kona á verslunargötu í Riga, höfuðborg Lettlands. Reuters

Útlitið í efna­hags­mál­um Eystra­salts­ríkj­anna er ekki bjart en þó er ástandið verst í Lett­landi. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu, sem grein­ing­ar­deild nor­ræna bank­ans Nordea birt­ir í dag um Eystra­salts­rík­in. Erfiðleik­arn­ir á Íslandi eru barna­leik­ur í sam­an­b­urði við ástandið í Lett­landi, læt­ur aðal­hag­fræðing­ur bank­ans hafa eft­ir sér í norsk­um fjöl­miðlum í dag.

Stein­ar Juel, aðal­hag­fræðing­ur Nordea, seg­ir við norska blaðið Dagens Nær­ingsliv, að sam­drátt­ur­inn í Lett­landi sé gríðarleg­ur og einka­neysla hafi dreg­ist sam­an um 40%. Þá standi yfir gríðarleg­ur niður­skurður á rekstri hins op­in­bera. Þá hafa laun op­in­berra starfs­manna lækkað að jafnaði um 36% á ár­inu. Ótt­ast er að þessi niður­skurður hafi mik­il fé­lags­leg áhrif. Boðað hef­ur verið til þing­kosn­inga í haust og er ótt­ast að það muni enn auka á óstöðug­leik­ann.

Því er spáð að at­vinnu­leysi verði 19,5% á næsta ári og á þriggja ára tíma­bili frá 2008 til 2010 drag­ast sam­an um 25%.

Nordea seg­ir að á Íslandi hafi geng­is­fall ís­lensku krón­unn­ar örvað út­flutn­ing og ferðaþjón­ustu og þannig dregið úr áhrif­um banka­hruns­ins. Lett­nesk stjórn­völd hafa hins veg­ar haldið gengi gjald­miðils­ins stöðugu en brugðist við fjár­málakrepp­unni með niður­skurði hjá hinu op­in­bera. Marg­ir telja þó að ekki verði hægt að frysta gengið til lengd­ar og hrynji það munu er­lend­ir bank­ar, sem eiga tals­verðar eign­ir í Lett­landi, tapa miklu.  

Nor­ræn­ir bank­ar hafa haslað sér völl í Eystra­salts­ríkj­un­um á und­an­förn­um árum. Sænsku bank­arn­ir SEB og Swed­bank hafa lánað mikið fé til Lett­lands og eru m.a. 3,1% út­lána SEB og 4,4% út­lána Swed­bank þar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK