Hlutabréf deCODE nær verðlaus

Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar, dótturfélags deCODE.
Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar, dótturfélags deCODE.

Mikil viðskipti voru með hlutabréf deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, á Nasdaq markaðnum í New York, þótt félagið hafi í gærkvöldi óskað eftir greiðslustöðvun. Gengi bréfanna lækkaði um rúm 83% frá því í gær og var lokagengið tæp 4 sent.

Alls skiptu rúmlega 19,6 milljónir hluta um eigendur en að meðaltali hafa verið viðskipti með um hálfa milljón hluta á dag á undanförnum vikum. Gengi bréfanna í viðskiptum í dag var hæst tæp 8 sent en lægst rúm 3 sent.

Búist var við að Nasdaq myndi í dag skrifa deCODE bréf þar sem tilkynnt er að bréf félagsins verði afskráð af markaði. 7 daga kærufrestur er veittur, sem þýðir þá að í a.m.k. 7 daga verða áfram viðskipti með bréfin á Nasdaq.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK