Yngvi Örn Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri verðbréfasviðs bankans og núverandi starfsmaður félagsmálaráðuneytisins, er einn þeirra fyrrum starfsmanna bankans sem hafa lýst kröfu í þrotabúið. Krafa Ingva er tæplega 230 milljón króna. Kröfur starfsmanna eru misháar. Þannig lýsir Viggó Ásgeirsson, sem var yfir markaðssviði bankans, 25 milljón króna kröfu í þrotabúið. Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi verðbréfamiðlar, lýsir stærstu kröfu fyrrum starfsmanna eða tæplega hálfum milljarði króna
Nöfn þeirra Sigurjóns Árnasonar og Halldór Kristjánssonar, fyrrverandi bankastjóra, er ekki að finna á meðal kröfuhafa bankans.