Fjögur fyrirtæki sameinuð

Merki Skýrr
Merki Skýrr

Fjögur upplýsingatæknifyrirtæki hafa verið sameinuð í eitt. Fyrirtækin eru Eskill, Kögun, Landsteinar Strengur og Skýrr, sem framvegis munu starfa undir nafni þess síðastnefnda. Starfsfólki fyrirtækjanna voru tilkynntar breytingarnar í dag, en starfsmenn sameinaðs fyrirtækis eru 320 talsins. Forstjóri verður Gestur G. Gestsson. Félögin eru öll í eigu Teymis. Greint er frá þessu á vef Teymis.

Líkt og fram kom fyrr í mánuðinum hefur Árni Pétur Jónsson  látið af störfum sem forstjóri Teymis og Vodafone en það er gert samkvæmt samkomulagið við nýja eigendur félaganna, Nýja Landsbankann. Þá var Gestur skipaður forstjóri Teymis en hann hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone, en áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Margmiðlunar.

Gestur G. Gestsson.
Gestur G. Gestsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK