Framkvæmdir komist á fullt skrið í vor

Frá framkvæmdum í Helguvík.
Frá framkvæmdum í Helguvík. mbl.is/RAX

Forvarsmenn bandaríska álrisans Century Aluminum segja að stefnt sé að því að hefja fullar framkvæmdir við álverið í Helguvík á ný og að framleiðsla á áli muni hefjast þar 2012. Haft er eftir Mike Bless, fjármálastjóra fyrirtækisins, að framkvæmdir muni hefjast af fullum krafti í vor. Þetta sagði Bless á ráðstefnu með fjárfestum.

Hann segir að frá því framkvæmdir hefjast taki það álver borð við Helguvík um 30 mánuði að hefja framleiðslu. Hann vonast hins vegar til þess, miðað við þær framkvæmdir sem nú þegar sé búið að leggjast í, að framleiðslan muni hefjast í ársbyrjun 2012. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

Stefnt er að því að reisa álverið í fjórum áföngum, en heildarafkastagetan mun verða 360.000 tonn.

Framkvæmdir voru stöðvaðar fyrir um ári þegar mjög dró úr eftirspurn eftir áli auk þess sem álverð hríðlækkaði í kjölfar efnahagskreppunnar. Bless segir að frá því í fyrra hafi aðeins minniháttar framkvæmdir verið í gangi á svæðinu.

Hann segir að við árslok verði Century Aluminum búið að setja 100 milljónir dala í framkvæmdirnar, en heildarkostnaðurinn nemur 600 milljónum dala. Fyrirtækið er sagt íhuga nokkrar fjármögnunarleiðir, t.d. sé verið að skoða hvort það eigi að fá inn fjárfesti sem eignast hlut í álverinu.

Bless segir að fjármögnunin sé ekki aðal áhyggjuefni fyrirtækisins. Menn hafi fremur áhyggjur af tímasetningu á orkuöfluninni. 

Stefnt er að því að álverið í Helguvík verði eina álbræðsla heims sem gengur alfarið fyrir jarðhita. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK