Raunvirði íbúða nú það sama og 2004

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er nú svipað og það var í ársbyrjun 2007 en að raunvirði er það nær því sem það var í árslok 2004. Greining Íslandsbanka segir, að lækkunin endurspegli þann mikla samdrátt sem eigi sér nú stað á íbúðamarkaði sem og í hagkerfinu öllu.

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,1% milli september og október samkvæmt vísitölu íbúðaverðs sem Fasteignaskrá Íslands tekur saman og birti í gær. Að nafnvirði hefur íbúðaverð lækkað um 10% síðustu 12 mánuði en um 21% að raunvirði miðað við vísitölu neysluverðs án húsnæðis.

Greining Íslandsbanka segir í Morgunkorni sínu, að frá því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu náði toppi í byrjun síðasta árs hafi það lækkað um 12,2% að nafnvirði og um þriðjung að raunvirði. Þessi þróun sé þó ekkert einsdæmi þar sem á sama tíma hafi íbúðaverð lækkað í nágrannalöndunum þótt raunverðslækkunin hafi þó verið einna mest hér á landi.

Íslandsbanki segir, að reikna megi með að frekari lækkun á íbúðaverði sé óhjákvæmileg þó að mesta lækkunin sé að öllum líkindum yfirstaðin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK