OECD spáir hagvexti hér 2011

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, spáir því að verg landsframleiðsla muni dragast saman hér á landi um 7% á þessu ári og um  2,1% á næsta ári en að 2,6% hagvöxtur verði á árinu 2011.

Stofnunin gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði 7% á þessu ári og því næstra og 6,4% ár árinu 2011. Þá telur stofnunin að einkaneysla dragist saman um 16,5% á þessu ári, 5,5% á næsta ári en aukist um 0,3% árið 2011. 

Verðbólga verður 5,8% á næsta ári og 2,5% á árinu 2011 gangi spá OECD eftir. Þá gerir stofnunin ráð fyrir að stýrivextir verði að jafnaði 7,6% á árinu 2010 og 6,4% árið 2011. Einnig er gert ráð fyrir að hratt dragi úr viðskiptahalla og hann verði 1,6% á næsta og þarnæsta ári.

OECD segir, að gert sé ráð fyrir samdrætti í íslenska hagkerfinu fram á næsta ár en þá hefjist vöxtur að nýju, aðallega vegna þess að vonir standi til að þá hafi íslenskar fjármálastofnanir verið endurreistar og einnig komi þá til fjárfestingar í orkufrekum iðnaði.

Stofnunin segir að áherslur í stjórnun peningamála eigi að beinast að því að halda gengi krónunnar stöðugu. Draga eigi í áföngum úr gjaldeyrishöftum til að koma á eðlilegum samskiptum við erlenda markaði og gera fyrirtækjum kleift til að sækja þangað lánsfé.  

Umfjöllun OECD um Ísland

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK