Tryggingafélög ýkja loftslagstjón

Reuter

Tryggingafélög víða um heim hafa meðal annars varið hækkanir á iðgjöldum með því að segja að tjón vegna breytinga á loftslagi hafi aukið bótagreiðslur. Að sögn Jyllandsposten hafa þau ýkt mjög þennan þátt, í reynd séu bætur vegna óveðursskemmda sáralítill hluti allra bótagreiðslna félaganna.

 Forstjóri TrygVesta í Danmörku, Stine Bosse, hefur sagt að tjón vegna storma og vatnsveðurs muni aukast um milljarða danskra króna, segir blaðið. Greiðslur félagsins vegna þessara þátta muni hækka um 25-50% fyrir árið 2020. En Jyllandsposten bendir á að þegar farið sé yfir bókhald TrygVesta og fleiri tryggingafélaga árin 2006-2008 komi í ljós að greiðslur vegna allra veðurskemmda sjáist að þær nemi aðeins um 7% af öllum bótagreiðslum.

 Bresku tryggingafélögin hafa nýlega sent frá sér mikla skýrslu um framtíðina og er þar reiknað með að meðalhiti á jörðunni geti hækkað um fjórar gráður næstu 60 árin ef verstu spár um gróðurhúsaáhrif rætast. Muni þá bætur vegna stormskaða hækka um 25% og bætur vegna vatnsskemmda um 14% vegna loftslagsbreytinga. Jyllandsposten segir að gangi þetta eftir muni árlegar bætur félaganna í Danmörku hækka um 1,2% frá því sem þær eru nú.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK