Franski bankinn Société Générale hefur sent viðskiptavinum sínum skýrslu, þar sem varað er við hættunni á allsherjarhruni efnahagslífsins í heiminum innan tveggja ára. Í skýrslunni er viðskiptavinunum ráðlagt hvernig þeir eigi að verjast tapi með „strategískum“ varnarfjárfestingum.
Breska blaðið Telegraph greindi frá þessu í vikunni. Yfirskrift skýrslunnar er „Ef allt fer á versta veg vegna skulda“ (e. „Worst-case debt scenario“). Eignastýringarsérfræðingar bankans segja í henni að björgunarpakkar hins opinbera á síðastliðnu ári hafi einungis fært skuldir einkaaðila yfir á lúnar herðar ríkisstjórna og skapað ný vandamál.
Heildarskuldir hins opinbera og einkaaðila eru enn allt of háar í nærri öllum þróuðum hagkerfum, mældar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (350% í Bandaríkjunum). Í skýrslunni segir að mikið átak þurfi til að minnka skuldir á næstu árum.Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.