Bandarísk hlutabréf lækkuðu í verði í kauphöllinni á Wall Street í kvöld. Er það m.a. rakið til árshlutauppgjörs tölvuframleiðandans Dell í gærkvöldi en hagnaður og tekur fyrirtækisins drógust umtalsvert saman á þriðja ársfjórðungi. Þá lækkaði Bank of America verðmat á bréfum átta örgjörvaframleiðenda, þar á meðal Intel og Texas Instruments.
Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,14% og er 10.318 stig. Nasdaq vísitalan lækkaði um 0,55% og er 2146 stig.
Talsverð viðskipti hafa orðið með hlutabréf deCODE, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, frá því félagið óskaði eftir gjaldþrotavernd fyrr í vikunni. Gengi hlutabréfanna er þó varla mælanlegt og var 0,038 sent í lok viðskiptadags í kvöld.