Forstjóri Atlantic Petroleum rekinn

Atlantic Petroleum hefur leitað að olíu í Atlantshafi.
Atlantic Petroleum hefur leitað að olíu í Atlantshafi.

Stjórn færeyska olíufélagsins Atlantic Petroleum hefur ákveðið að segja forstjóranum, Wilhelm Petersen, upp störfum. Sigurð í Jákupsstovu, sem hefur verið framkvæmdastjóri hjá félaginu, tekur við starfinu til bráðabirgða.

Birgir Durhuus, stjórnarformaður Atlantic Petroleum, segir við danska fjölmiðla að ástæðan fyrir ákvörðun stjórnarinnar sé, að fyrirtækið standi nú á tímamótum. Atlantic Petrloleum sé að breytast úr olíuleitarfyrirtæki í olíuframleiðslufyrirtæki og því vilji stjórnin að æðstu stjórnendur félagsins hafi reynslu á því sviði. 

Fyrir viku hætti Teitur Samuelsen, fjármálastjóri Atlantic Petroleum, störfum. Durhuus segir, að fyrir því séu aðrar ástæður en hann hafi fengið starfstilboð frá öðru fyrirtæki.

Sigurð í Jákupsstovu hefur verið tæknistjóri Atlantic Petroleum og er haft eftir Durhuus að til greina komi að hann verði fastráðinn forstjóri en stjórnin sé nú að skoða alla möguleika. 

Wilhelm Petersen segist í samtali við fréttavef Børsen vera undrandi yfir uppsögninni. Hann hefur starfað hjá Atlantic Petroleum í 12 ár.

Fyrirtækið er skráð bæði í Kauphöll Íslands og kauphöllinni í Kaupmannahöfn.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK