Tjá sig ekki um Haga

Starfsmenn Kaupþings hafa verið boðaðir á fund á eftir í …
Starfsmenn Kaupþings hafa verið boðaðir á fund á eftir í Hafnarhúsinu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Stjórn Nýja-Kaupþings hefur setið á fundum í dag. Hvorki Finnur Sveinbjörnsson forstjóri eða stjórnarmenn, sem náðst hefur í, hafa viljað tjá sig um hvað fór fram á fundinum eða hvort málefni Haga hafa verið rædd. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í dag áttu málefni Haga og móðurfélagsins 1998 ehf. að koma til umræðu, en núverandi eigendum félagsins var gefinn frestur til mánudags til að koma með nýtt fjármagn inn í reksturinn.

Berghildur Erla Bernharðssdóttir, upplýsingafulltrúi Kaupþings, bar þau skilaboð frá forstjóranum að hann myndi ekki tjá sig um málefni Haga eða það sem fram fór á stjórnarfundinum. Vísaði hún til fyrri yfirlýsingar bankans um að hann myndi ekki tjá sig frekar um málefni félagsins.

Þjóðarhagur fær fund

Talsmenn Þjóðarhags, félagsins sem hefur verið að safna hópi fjárfesta til að gera tilboð í Haga, hafa samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, verið boðaðir til fundar við stjórnendur Kaupþings um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK