Alþjóðleg sakamál í minnst þrettán tilvikum

Bloomberg fréttaveitan hefur það eftir Gunnari Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, að rannsókn FME hafi leitt í ljós að í 13 tilvikum, hið minnsta, hafi lög verið brotin í bankaviðskiptum milli landa.

Verða þessi mál sótt af saksóknurum í ríkjum fyrir utan Ísland.

Einnig er vitnað í Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, sem segir embættið hafa yfirheyrt og rætt við á annað hundrað manns í tengslum við rannsókn á bankahruninu. Sumir þeirra séu grunaðir, aðrir vitni eða fólk sem jafnvel hafði vitneskju um það sem gerðist á bak við tjöldin.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK