Arion fær tilboð um 1998

Hagkaup og Bónus eru m.a. undir hatti Haga.
Hagkaup og Bónus eru m.a. undir hatti Haga. mbl.is/Golli

Arion banki segist hafa tekið við tilboði frá Jóhannesi Jónssyni,  kaupmanni, erlendum fjárfestum og stjórnendum Haga um fjárhagslega endurskipulagningu 1998 ehf., móðurfélags Haga. Að sögn bankans  kemur ekki til neinna afskrifta skulda 1998 samkvæmt tilboðinu.

Í tilkynningu segist bankinn þurfa að taka sér tíma til að meta tilboðið og bera saman við aðra kosti í stöðunni þar sem málið sé flókið. Það sé í samræmi við þá meginreglu bankans að leita lausna á skuldavanda fyrirtækja með eigendum og stjórnendum. Niðurstöðu varðandi tilboðið sé að vænta um miðjan janúar.

„Starfsfólk bankans áréttar að í þessu máli er unnið eftir verklagsreglum bankans sem eru í samræmi við lög um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins, sem nýverið voru samþykkt á Alþingi," segir í tilkynningu Arion.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK