Eignir Landsbankans rýrna

Eignir þrotabús Landsbankans hafa rýrnað frá því í sumar og nema nú 1164 milljörðum. Endurheimtuhlutfall vegna forgangskrafna í þrotabú bankans verður því um það bil 88%, miðað við það mat. Í júnílok voru eignir þrotabúsins taldar nema 1190 milljörðum króna og endurheimtuhlutafall yrði um 90%.

Kröfuhafafundi Landsbankans lauk á fjórða tímanum í dag. Um það bil 160 manns sóttu fundinn fyrir hönd kröfuhafa. Greint var frá því að eignir bankans hefðu lækkað í verði frá miðju sumri, en verðmæti þeirra er nú um 1164 milljarðar króna að mati skilanefndar. Samþykktar forgangskröfur, sem nánast allar eru tilkomnar vegna Icesave-reikninga bankans, nema ríflega 1273 milljörðum.

Helsta ástæðan eignarýrnunar þrotabúsins eru að sögn skilanefndar bankans gengisstyrking krónunnar frá miðju sumri. Um þrír fjórðu eigna bankans eru í erlendri mynt, og því orsakar gengisstyrking krónunnar minni endurheimtur upp í Icesave-skuldbindinguna.

Skilanefnd Landsbankans hefur gefið sér 5-7 ár til að vinna úr eignum bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK