Skuldatryggingaálagið á íslenska ríkið heldur áfram að hækka. Samkvæmt upplýsingum frá greiningafyrirtækinu CMA stendur það nú í tæpum 388 punktum. Þann 11. nóvember var það umtalsvert lægra eða um 343 punkta. Nemur því hækkunin tæpum fimmtíu punktum á tímabilinu.
Skuldatryggingaálagið endurspeglar þau kjör sem ríkið getur fjármagnað sig á frjálsum markaði og segir til það hvað kostar fjárfesta að tryggja sig greiðslufalli þess. Hækkunina á álagi ríkisins má meðal annars rekja til þess að matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfieinkunn ríkisins fyrr í þessum mánuði en í kjölfarið tók skuldatryggingaálagið að hækka hefur að hafa haldist stöðugt um nokkurt skeið.