Fall höfðar mál gegn Straumi

William Fall.
William Fall.

William Fall, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingabanka hf. hefur ákveðið að höfða mál gegn slitastjórn Straums vegna vangoldinna en umsamdra launa hans sem forstjóra Straums. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í þessari viku. Krafan hljóðar upp á 3,5 milljónir evra, jafnvirði 644 milljónir króna.

Í tillkynningu frá Fall segir, að hann leiti eftir viðurkenningu slitastjórnar Straums á launakröfum hans í þrotabú félagsins. Hann telji sig hafa unnið að fullum heilindum fyrir Straum og gert allt sem í hans valdi stóð til að verja hagsmuna allra þeirra sem stóðu að Straumi við afar erfiðar aðstæður. Samningar eigi að standa.

Þá segir hann að málið snúist um grundvallaratriði en ekki um peninga. Hafi hann ákveðið að gefa allar þær fébætur, sem honum verða dæmdar, að frádregnum skattgreiðslum og málskostnaði, til íslenskra góðgerðasamtaka.

Tekið er fram, að Fall sé ekki að höfða þetta mál gegn Íslendingum eða íslenska ríkinu sem glími nú við mikla erfiðleika. Hann fer fram á að slitastjórn Straums viðurkenni kröfu hans en hún gætir hagsmuna kröfuhafa bankans og langstærsti hluti kröfuhafa er erlendur.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka