Dregur úr væntingum á ný

mbl.is/Heiðar

Væntingavísitala Gallup lækkaði á milli október og nóvember úr 47,9 stigum í 44,3 stig. Vísitalan hefur hækkað undanfarna þrjá mánuði en að mati Greiningar Íslandsbanka bendir lækkunin nú til þess að svartsýni vegna efnahags- og atvinnuástandsins sé að aukast  meðal íslenskra neytenda.

Fram kemur á vefsíðu Íslandsbanka, að allar undirvísitölur Væntingavísitölunnar lækkuðu á milli október og nóvember sem bendi til þess að væntingar neytenda til núverandi ástands í efnahags og atvinnumálum og ástandsins eftir sex mánuði eru minni nú en fyrir mánuði síðan. Ætla megi að væntingar neytenda um skattahækkanir hafi haft áhrif á þessa mælingu í október.

Mat á núverandi ástandi lækkar um rúmt stig og mælist 8,5 stig en væntingar til ástandsins í efnahags- og atvinnumálum eftir 6 mánuði lækka um rúmlega 5 stig og mælast 68,1 stig. Um 76% svarenda telja að efnahagsástandið sé slæmt um þessar mundir og um helmingur þeirra telja að atvinnumöguleikar séu litlir. Þá telja ríflega 38% svarenda að efnahagsástandið verði verra eftir 6 mánuði og 25% að atvinnumöguleikarnir verði minni eftir þann tíma. Einnig telja 41% þeirra að heildartekjur þeirra muni lækka á næstu sex mánuðum.

Þrátt fyrir þessa lækkun mælist gildi vísitölunnar nú töluvert hærra en það var á sama tíma fyrir ári, auk þess hærra en það hefur að jafnaði verið frá hruni bankanna. Í nóvember í fyrra mældist vísitalan 23,2 stig og frá hruni bankanna hefur hún að meðaltali verið um 31 stig. Greining Íslandsbanka segir því ljóst, að íslenskir neytendur telji ástandið nú ekki jafn slæmt og fyrir ári og aðeins bjartara en það hafi að jafnaði verið frá hruni bankanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK