Yfirheyrslur standa yfir

Í tengsl­um við rann­sókn embætt­is sér­staks sak­sókn­ara á kaup­um fé­lags­ins Ex­iter ehf á stofn­bréf­um í Byr spari­sjóði  haustið  2008 fóru fram hús­leit­ir á tveim­ur stöðum í dag  að und­an­gengn­um úr­sk­urðum Héraðsdóms Reykja­vík­ur. Yf­ir­heyrsl­ur í mál­inu hóf­ust á sama tíma og standa enn, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá embætti sér­staks sak­sókn­ara.

Sam­kvæmt staðfest­um upp­lýs­ing­um sem mbl.is hef­ur fengið frá Byr spari­sjóði komu full­trú­ar embætt­is sér­staks sak­sókn­ara í höfuðstöðvar Byrs í Borg­ar­túni. Sam­kvæmt óstaðfest­um heim­ild­um mbl.is var einnig farið inn í höfuðstöðvar MP banka. Það hef­ur ekki feng­ist staðfest hjá bank­an­um.

Rann­sókn­in teng­ist fjölda manns

Til rann­sókn­ar er grun­ur um brot á auðgun­ar­brotakafla al­mennra hegn­ing­ar­laga í tengsl­um við um­rædda sölu á stofn­bréf­um og lána­gern­ing­um þeim tengd.  Um er að ræða veru­lega fjár­hags­lega hags­muni og rann­sókn­in teng­ist fjölda manns.
 
Aðgerðirn­ar í dag voru nokkuð víðtæk­ar og hóf­ust með leit á tveim­ur stöðum sam­tím­is kl. 10 í morg­un. Af 22 starfs­mönn­um embætt­is­ins tóku flest­ir þátt í aðgerðunum  auk tækni­manna frá embætti lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu.

Eins og greint var frá í Morg­un­blaðinu í lok októ­ber þá hef­ur Fjár­mála­eft­ir­litið vísað máli vegna láns sem Byr spari­sjóður veitti eign­ar­halds­fé­lag­inu Ex­eter Hold­ing í októ­ber og des­em­ber 2008 til sér­staks sak­sókn­ara, en fé­lagið var í meiri­hluta­eigu Ágústs Sindra Karls­son­ar lög­manns. Grun­ur leik­ur á að um umboðssvik hafi verið að ræða, en þau varða allt að sex ára fang­elsi ef sak­ir eru mikl­ar.

Málið snýst um 1,1 millj­arðs króna lán sem Byr veitti Ex­eter Hold­ing í tveim­ur hlut­um, í októ­ber og des­em­ber 2008, eft­ir banka­hrunið, til þess að kaupa 1,8 pró­senta stofn­fjár­hlut í Byr á yf­ir­verði, en ekk­ert hef­ur verið greitt af lán­inu.

Ex­eter er nú í eigu hóps stofn­fjár­eig­enda í Byr, sem keyptu fé­lagið af Sig­urði Jóns­syni fyr­ir 100.000 krón­ur, í þeim til­gangi að fá upp­lýs­ing­ar um viðskipt­in sem fé­lagið stóð í. Eig­end­urn­ir eru því ekki þeir sömu nú og þegar meint brot áttu sér stað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK