368 milljarða kröfum lýst í þrotabú Icebank

Icebank.
Icebank.

Slitastjórn Sparisjóðabankans, sem áður hét Icebank, hefur hafnað tvöhundruð milljarða króna kröfu ríkissjóðs í þrotabú bankans. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Heildarupphæð lýstra krafna í þrotabúið nemur um 370 milljörðum króna.

Í fréttum Rúv kom fram að 242 kröfum hafi verið lýst í þrotabúið . Heildarupphæð þeirra sé 368 milljarðar króna, en slitastjórn hafi nú þegar samþykkt kröfur sem nema rúmlega 81 milljarði. Í fréttinni sagði að kröfur hins opinbera væru aðallega vegna endurhverfra viðskipta sem bankinn stóð í við Seðlabankann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK