Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arionbanka, segir að 40% fyrirtækja sem fyrirtækjasvið bankans hefur á sínum snærum séu byrjuð í úrlausnarferli vegna rekstrarerfiðleika eða skuldavanda.
Fyrirtækjasvið bankans hefur umsjón með hópi stærri fyrirtækja sem eru í viðskiptum við Arionbanka. Þetta kom fram í erindi Finns á hádegisverðarfundi Félags og viðskiptafræðinga. Finnur heldur erindi sitt undir yfirskriftinni „Lausnarorðið er traust."
Finnur lagði áherslu á að stjórnir ríkisbankanna léku lykilhlutverk í ákvörðunum innan bankans. Stjórnvöld blönduðu sér ekki í slíkt, enda væri þeim það ekki heimilt. Finnur lagði áherslu á að bankinn yrði að standa við sínar ákvarðanir. Meðal þeirra fjölda ákvarðana sem nú væru teknar yrðu líklega einhverjar þeirrar rangar, en við það yrði að una.