40% fyrirtækja í úrlausnarferli

Finnur Sveinbjörnsson forstjóri Kaupþings.
Finnur Sveinbjörnsson forstjóri Kaupþings.

Finn­ur Svein­björns­son, banka­stjóri Ari­on­banka, seg­ir að 40% fyr­ir­tækja sem fyr­ir­tækja­svið bank­ans hef­ur á sín­um snær­um séu byrjuð í úr­lausn­ar­ferli vegna rekstr­ar­erfiðleika eða skulda­vanda.

 Fyr­ir­tækja­svið bank­ans hef­ur um­sjón með hópi stærri fyr­ir­tækja sem eru í viðskipt­um við Ari­on­banka. Þetta kom fram í er­indi Finns á há­deg­is­verðar­fundi Fé­lags og viðskipta­fræðinga. Finn­ur held­ur er­indi sitt und­ir yf­ir­skrift­inni „Lausn­ar­orðið er traust."

Finn­ur lagði áherslu á að stjórn­ir rík­is­bank­anna léku lyk­il­hlut­verk í ákvörðunum inn­an bank­ans. Stjórn­völd blönduðu sér ekki í slíkt, enda væri þeim það ekki heim­ilt. Finn­ur lagði áherslu á að bank­inn yrði að standa við sín­ar ákv­arðanir. Meðal þeirra fjölda ákv­arðana sem nú væru tekn­ar yrðu lík­lega ein­hverj­ar þeirr­ar rang­ar, en við það yrði að una.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK