Ætlar að draga á norræn lán

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að Seðlabanki Íslands hyggist draga á lánalínur frá hinum Norðurlöndunum. Þetta kom fram á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga sem fram fer á Grand Hótel í dag.

Már sagði í erindi sínu að Seðlabankinn hygðist draga á lánalínur frá Norðurlöndum til að styrkja gjaldeyrisforða bankans. Vonast er til að peningar frá Norðurlöndum berist fyrir jól. Fleiri orð hafði Már ekki um málið.

Í erindi seðlabankastjórans kom jafnframt fram að önnur greiðsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefði nú borist, og efnahagsáætlun sjóðsins í samstarfi við íslensk stjórnvöld gengi samkvæmt áætlunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK