Hagnaður hjá Bakkavör

Stofnendur Bakkavarar: Ágúst og Lýður Guðmundssynir
Stofnendur Bakkavarar: Ágúst og Lýður Guðmundssynir mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hagnaður Bakka­var­ar Group nam 4,2 millj­ón­um punda, 838 millj­ón­um króna, á fyrstu níu mánuðum árs­ins. Á sama tíma­bili í fyrra nam tap sam­stæðunn­ar 55,9 millj­ón­um punda, 11,2 millj­örðum króna. Á þriðja árs­fjórðungi nam tap Bakka­var­ar 14,1 millj­ón punda, 2,9 millj­örðum króna, en á sama tíma­bili í fyrra nam tapið 19,6 millj­ón­um punda.

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að hand­bært fé frá rekstri fyr­ir skatta, vexti og ein­skipt­is­kostnað vegna hagræðing­araðgerða eykst um 86% og nem­ur 13,3 millj­örðum króna (66,5 millj­ón­ir punda).

Inn­lend­ir lán­veit­end­ur reiðubún­ir til að fram­lengja gjald­daga til 2014

Ágúst Guðmunds­son, for­stjóri Bakka­var­ar, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu að mik­il­væg­um áfanga hafi verið náð í samn­ingaviðræðum við lán­veit­end­ur um end­ur­fjármögn­un móður­fé­lags­ins. „Við höf­um átt í viðræðum við inn­lenda lán­veit­end­ur sem hafa yfir um 70% af skuld­um móður­fé­lags­ins að ráða og hafa þeir lýst yfir vilja til að fram­lengja gjald­daga skulda­bréfa­flokka og annarra lána fé­lags­ins til árs­ins 2014 en enn er unnið að út­færslu á kjör­um og skil­mál­um sam­komu­lags­ins. Við ger­um ráð fyr­ir að niðurstaða verði til­kynnt inn­an skamms. Fyrr á þessu ári var gengið var frá end­ur­fjármögn­un rekstr­ar­fé­laga sam­stæðunn­ar fram í mars 2012.

Við ger­um ráð fyr­ir að viðskiptaum­hverfið haldi áfram að vera krefj­andi næstu miss­eri. Þrátt fyr­ir það erum við full­viss um að þær aðgerðir sem fé­lagið hef­ur ráðist í, ásamt þeim vaxt­ar­mögu­leik­um sem rekst­ur­inn býr yfir, muni skila enn betri af­komu á kom­andi árum," sam­kvæmt því sem for­stjóri Bakka­var­ar seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK