Hagvöxturinn fenginn að láni

Banka­hrunið átti sér for­sögu og margs kon­ar or­sak­ir, að sögn Gunn­ars And­er­sen, for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á árs­fundi þess í dag. Sagði hann suma leggja áherslu á er­lend­ar or­sak­ir hruns­ins og aðra telja að það sé heima­gert. Báðir hafi eitt­hvað til síns máls.

Íslenska fjár­mála­kerfið hafi ekki óvart lent í þeim hremm­ing­um sem dunið hafi yfir. Af­skrift­ir út­lána lána­stofn­ana sýni að ekki hafi verið vandað nægi­lega til við af­greiðslu út­lána. Slök áhættu­stýr­ing og innra verklag bank­anna seg­ir Gunn­ar bera vott um mikla áhættu­sækni þeirra.

Of­ur­metnaður út­rás­ar­inn­ar hafi ekki verið í sam­ræmi við getu og bol­magn þeirra sem í hlut áttu eða ís­lenska hag­kerf­is­ins. Hag­vöxt­ur und­an­far­inna ára hafi verið feng­inn að láni.

Auk óeðli­legra viðskipta­hátta bank­anna seg­ir hann að al­var­leg lög­brot hafi verið unn­in. Sterk­ar vís­bend­ing­ar séu um að fram­in hafi verið umboðssvik og markaðsmis­notk­un af ýmsu tagi og hugs­an­lega al­var­legri brot, sem falli und­ir al­menn hegn­ing­ar­lög.

Tutt­ugu og sjö mál til sér­staks sak­sókn­ara

Seg­ir hann að þrátt fyr­ir öran vöxt ís­lenska fjár­mála­kerf­is­ins und­an­far­in ár hafi fjár­hags­leg­ur burður FME ekki auk­ist til sam­ræm­is við það. Nefn­ir hann það á meðan fjár­mála­kerfið óx um 500 pró­sent hafi starfs­mönn­um eft­ir­lits­ins fjölgað um 100 pró­sent. Þá hafi mik­il starfs­manna­velta FME á sama tíma veikt eft­ir­litið.

Það sem af er ári hef­ur Fjár­mála­eft­ir­litið vísað 27 mál­um til sér­staks sak­sókn­ara, tveim­ur til efna­hags­brota­deild­ar rík­is­sak­sókn­ara, fimm til sak­sókn­ara og þá hafa fimm stjórn­valds­sekt­ir verið ákv­arðaðar.  Fjöru­tíu og fimm mál­um hef­ur lokið með sátt.

Gunnar Þ. Andersen.
Gunn­ar Þ. And­er­sen.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK