Skynsamlegt getur verið að íslenska ríkið ríði á vaðið og taki lán þegar erlendir lánamarkaðir taka að opnast íslenskum aðilum á ný.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, lýsti þessari skoðun sinni á opnum fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga sem fram fór á Grand Hótel í gær.
Már segir að slíkar aðgerðir yrðu þó ekki endilega til að afla fjár fyrir ríkið, heldur aðallega til að ryðja brautina fyrir banka og önnur fyrirtæki. Né heldur þurfi slík lántaka að hafa í för með sér aukna skuldsetningu fyrir íslenska ríkið.
Ef þetta verður ekki gert þá er hætta á að lengri tími líði þar til einkafyrirtæki geti sótt inn á erlenda lánsfjármarkaði segir Már.
Sjá nánar í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.