Skiptastjóri Baugs hefur krafist riftunar á kaupum Baugs á eigin bréfum fyrir 15 milljarða króna í júlí 2008. Seljendur bréfanna voru eignarhaldsfélög í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og Hreins Loftssonar.
Þegar Baugur seldi smávöruverslanakeðjuna Haga til 1998 ehf. var kaupverðið að hálfu notað til að greiða niður skuldir hjá Kaupþingi og Glitni. Hinn helmingurinn, 15 milljarðar króna, var notaður til kaupa á eigin bréfum.
Skiptastjóri Baugs telur verðið er greitt var fyrir bréfin á þeim tíma of hátt, og falli dómur þrotabúi Baugs í hag munu seljendur bréfanna þurfa að greiða mismuninn á kaupverðinu í júlí 2008 og raunverulegs virðis þeirra inn í þrotabúið.
Sjá nánar í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.